Öryggismál
Pávers ehf. hefur það markmið í öryggis- og heilbrigðismálum að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða almenningur bíður heilsutjón vegna starfseminnar.
Allir sem starfa fyrir Pávers ehf. eru ábyrgir fyrir eigin öryggi, eru talsmenn aukins öryggis síns og annarra samstarfsmanna sinna og leitast við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu. Ekkert verk er svo mikilvægt að fórna megi öryggi fólks við framkvæmd þess.
Öryggis-, heilsu- og vinnuumhverfismál eru þannig óaðskiljanlegur hluti af allri starfseminni.